Búnaðarlisti FETAR
Á félagsfundi FETAR sem haldinn var í nóvember s.l. var settur upp listi yfir þann búnað sem félagsmenn hafa eða vilja hafa í sínum bílum. Hugmyndin er að til sé einfaldur en ítarlegur listi yfir það sem nauðsynlegt er að sé í bílum félagsmanna. Stjórn fór yfir þau atriðið sem komu fram á fundinum og er niðurstaðan meðfylgjandi listi. Við hvetjum alla félagsmenn til að yfirfara bíla sína samkvæmt þessu.
- GPS tæki
- VHF talstöð
- Teppi/álteppi
- Farsími
- Leiðsögumannakerfi (allavega í stærri bílum)
- Loftdæla
- Loftmælir
- Vasaljós + aukarafhlöður
- Skófla
- Teygjuspotti / tóg
- Tjakkur / drullutjakkur
- Startkaplar
- Dekkjaviðgerðasett
- Þurrkpappír
- Verkjalyf í sjúkrakassa
- Dráttaraugu / krækja
- Verkfærasett

