Aðalfundur FETAR 2022
Aðalfundur FETAR var haldinn 26. apríl 2022 í húsakynnum Ferðaklúbbsins 4×4 í Síðumúla 31. Á dagskrá voru hefðbundin aðalfundarstörf m.a. kosning nýrrar stjórnar og er ný stjórn sem hér segir:
- Jón Páll Baldvinsson – formaður
- Kristján G Kristjánsson – gjaldkeri
- Sveinn Sigurður Kjartansson – ritari
- Baldvin Jónsson – meðstjórnandi
- Ársæll Hauksson – meðstjórnandi
Mörg og mikilvæg mál herja á fyrirtæki innan vébanda FETAR sem staðfestir mikilvægi hagsmunagæslu samtakanna á landsvísu.
Engar lagabreytingar voru lagðar fram og félagsgjald var ákveðið óbreytt eða 20.000 kr. á ári. Eftir góðar undirtektir við tillögur um að greiða formanni og stjórn umbun fyrir störf sín ákvað aðalfundurinn að greiða formanni 60.000 kr. á mánuði og aðalmönnum 15.000 kr. á mánuði til reynslu í eitt ár. Mikið álag hefur verið á stjórnarmönnum undanfarin ár vegna ýmissa mjög aðkallandi mála en þó helst áforma um miðhálendisþjóðgarð og takmörkun á ferðafrelsi á hálendinu almennt og mikill tími verið lagður í fundarhöld og skrif.Af öðrum málum má nefna áframhaldandi kolefnajöfnun með gróðursetningu í Hvalfirði og ruslatýnslu/plokk í völdum fjörum sem að er nýtt af nálinni. Stefnt verður að því að framkvæma eldri hugmynd um að prenta FETAR límmiða sem félagsmenn geta sett í farartæki sín. Samstarf við Landsbjörgu er einnig í vinnslu.Ný stjórn var kosin sem hér segir:
Formaður: Jón Baldvinsson
Gjaldkeri: Kristján G Kristjánsson
Ritari: Sveinn Sigurður Kjartansson
Varamenn: Ársæll Hauksson og Baldvin Jónsson
Smelltu hér til að sjá fundargerðina.