Aðalfundur FETAR 2021
Aðalfundur FETAR var haldinn 18. mars 2021 í húsakynnum Iceland Luxury Tours í Borgartúni 23. Á dagskrá voru hefðbundin aðalfundarstörf m.a. kosning nýrrar stjórnar og er ný stjórn því sem hér segir:
- Jón Baldvinsson – formaður
- Kristján G Kristjánsson – gjaldkeri
- Sveinn Sigurður Kjartansson – ritari
- Baldvin Jónsson – meðstjórnandi (nýr inn)
- Hinrik Bjarnason – meðstjórnandi
Að venju eru mörg mál í deiglunni en hæst ber frumvarp umhverfisráðherra Guðmundar Inga um miðhálendisþjóðgarð en stjórn FETAR hefur lagt gríðarlega vinnu í að berjast gegn þeim áformum í samstarfi við aðra hagsmunaaðila, t.a.m. Ferðaklúbbinn 4×4 o.fl. Stjórn FETAR lagði fram harðorða umsögn um málið og átti einnig fjölda funda með ráðamönnum og ráðherrum.
Af öðrum málum má helst nefna kolefnisjöfnun FETAR þar sem FETAR-liðar fóru fylktu liði í Hvalfjörðinn og gróðursettu nokkur hundruð plöntur. Stefnan er að halda því áfram og vonandi skapa þar FETAR-lundinn í grænni framtíð.
Stjórn FETAR tók einnig þátt í að hindra bann á akstri á snjó á stórum svæðum á Fjallabaki sem stóð til að innleiða vegna háhitasvæða. FETAR átti þar enn í góðu samstarfi við Ferðaklúbbinn 4×4 o.fl.
Smelltu hér til að sjá fundargerðina.