Aðalfundur FETAR 2020
Aðalfundur FETAR var haldinn 5. mars 2020 í húsakynnum 4×4 í Síðumúla. Á dagskrá voru hefðbundin aðalfundarstörf m.a. kosning nýrrar stjórnar en sitjandi stjórn var endurkjörin og er ný stjórn því sem hér segir:
- Jón Baldvinsson – formaður
- Kristján G Kristjánsson – gjaldkeri
- Sveinn Sigurður Kjartansson – ritari
- Páll Halldór Halldórsson – meðstjórnandi
- Hinrik Bjarnason – meðstjórnandi
Mörg mál eru í deiglunni og ber þar hæst áform umhverfisráðherra um miðhálendisþjóðgarð, stjórnunar- og verndaráætlun friðlands að Fjallabaki, þrír fundir með ráðherrum, þátttaka í málþingum, samstarf með 4×4 og Útivist, stefnumótun samtakanna, SAF o.fl. Samskipti við opinberar stofnanir voru af meira tagi t.a.m. við Vegagerðina, Umhverfisstofnun, Vatnajökulsþjóðgarð, Samgöngustofu, Reykjavíkurborg o.fl. vegna hagsmuna aðildarfélaga FETAR.
Áherslur nýrrar stjórnar verða áfram þær sömu, að kynna starfsemi fyrirtækja sem eru í FETAR og byggja upp ímynd þeirra útávið auk þess að standa vörð um hagsmuni félagsmanna.
Smelltu hér til að sjá fundargerðina.