Aðalfundur FETAR var haldinn 26. febrúar s.l. í húsakynnum 4×4 í Síðumúla. Á dagskrá voru hefðbundin aðalfundarstörf m.a. kosning nýrrar stjórnar en hana skipa nú:

  • Jón Baldvinsson formaður
  • Kristján G Kristjánsson gjaldkeri
  • Sveinn Sigurður Kjartansson ritari
  • Páll Halldór Halldórsson
  • Hinrik Bjarnason.

Við bjóðum Hinrik Bjarnason sem er nýr stjórnarmeðlimur velkominn í góðan hóp.

Mikill árangur náðist á síðasta tímabili við að kynna starfsemi FETAR fyrir yfirvöldum og stofnunum þeim sem koma helst að málum sem okkur varðar eins og Vegagerðinni, Umhverfisstofnun, Vatnajökulsþjóðgarði, Samgöngustofu, Reykjavíkurborg o.fl. Stjórn FETAR átti t.a.m. fund með samgönguráðherra, tók þátt í fundum Reykjavíkurborgar um ferðaþjónust og m.a. akstursbann í miðbænum og skemmst er að minnast þátttöku FETAR í málþingi um utanvegaakstur sem haldið var af Vegagerðinni, Vatnajökulsþjóðgarði, Umhverfisstofnun og Lögreglunni.

Áherslur nýrrar stjórnar verða áfram þær sömu, að kynna starfsemi fyrirtækja sem eru í FETAR og byggja upp ímynd þeirra útávið auk þess að standa vörð um okkar hagsmuni.

Smelltu hér til að sjá fundarferðina.