FETAR eru landssamtök fyrirtækja í ferðaþjónustu sem sérhæfa sig
í ferðum á sérútbúnum bifreiðum.
FETAR eru hagsmunasamtök fyrirtækja sem starfa við ferðaþjónusti á sérútbúnum bifreiðum. Félagið var stofnað undir heitinu Jeppavinir árið 2007 en nafninu var breytt í FETAR árið 2013. Í félaginu eru yfir 50 starfandi fyrirtæki með yfir 100 sérútbúnar bifreiðar á sínum vegum. Flestar þessara bifreiða rúma 5-17 farþega og eru sérútbúnar fyrir akstur við erfiðustu aðstæður svo sem á jöklum, grófum slóðum og í straumvatni.
Tilgangur félagsins er að vinna að framþróun ferðaþjónustu á sérútbúnum bifreiðum í atvinnuskyni og gæta hagsmuna þeirra sem atvinnu hafa af slíkri ferðaþjónustu gagnvart stjórnvöldum og öðrum aðilum.
Tilgangi sínum hyggst félagið ná með því að auka upplýsingaflæði, samkennd, fagmennsku og þekkingu félagsmanna og annarra á ferðaþjónustu á sérútbúnum bifreiðum í atvinnuskyni. Taka þátt í að upplýsa aðila um mikilvægi náttúruverndar og góðrar umgengni um landið auk þess að stuðla að því að leyfis- og öryggismál bifreiða og félagsmanna séu í samræmi við lög og reglur. Rétt til að ganga í samtökin hafa allir þeir sem eiga og/eða reka sérútbúnar bifreiðar í atvinnuskyni.
FETAR standa fyrir fagnámskeiðum er veita réttindi til aksturs með ferðamenn.
FETAR vinna að því að halda opnum vegum og vegslóðum á láglendi og hálendi, og eru stofnfélagar að “Ferðafrelsi”.
FETAR styðja fjárhagslega og faglega verkefni um sprungukortlagningu jökla í samstarfi með Landsbjörgu, 4×4 og fleirum.
FETAR gefa ábendingar um búnað í bílum og frágang hans, til að tryggja öryggi farþega.
FETAR gefa út gæðastefnu, sem allir félagar FETAR gangast undir.
FETAR kynna eðli ferða á sérútbúnum bifreiðum í leiðsögunámi Endurmenntar HÍ og Leiðsöguskólans.
FETAR vinna markvisst að gæða- og öryggismálum.
FETAR hafa barist fyrir sambærilegum vörugjöldum af jeppum til notkunar í atvinnurekstri til farþegaflutninga og annar viðlíka rekstur nýtur.