FETAR er landssamtök fyrirtækja sem sérhæfa sig í heilsársferðaþjónustu.
Félagið var stofnað árið 2007 og í félaginu eru yfir 50 starfandi fyrirtæki með yfir 100 sérútbúnar bifreiðar á sínum vegum. Flestar þessara bifreiða rúma 5-17 farþega og eru sérútbúnar fyrir akstur við erfiðustu aðstæður svo sem á jöklum, grófum slóðum og í straumvatni.
Tilgangur félagsins er að vinna að framþróun ferðaþjónustu þar sem ferðast er um hálendi og láglendi á heilsársgrunni og þeim sérútbúnaði og þjálfun sem tilheyrir þeirri starfsemi. Sem og gæta hagsmuna þeirra rekstraraðila sem eru sérhæfðir og sérútbúnir á því sviði, gagnvart stjórnvöldum og öðrum aðilum.
Tilgangi sínum hyggst félagið ná með því að auka samkennd, fagmennsku og þekkingu félagsmanna og annarra á þeirri þjónustu sem félagar samtakanna veita. Taka þátt í að upplýsa menn um mikilvægi náttúruverndar og góðrar umgengni um landið. Stuðla að því að leyfis- og öryggismál bifreiða og félagsmanna séu í samræmi við lög og reglur.
FETAR stendur fyrir fagnámskeiðum sem stuðla að auknu öryggi og betri þjónustu fyrir ferðamenn.
FETAR vinna að því að halda opnum vegum og vegslóðum á láglendi og hálendi, og eru stofnfélagar að “Ferðafrelsi”.
FETAR styðja fjárhagslega og faglega verkefni um sprungukortlagningu jökla í samstarfi með Landsbjörgu, 4×4 og fleirum.
FETAR gefa ábendingar um búnað í bílum og frágang hans, til að tryggja öryggi farþega.
FETAR gefa út gæðastefnu, sem allir félagar FETAR gangast undir.
FETAR kynna eðli ferða á sérútbúnum bifreiðum í leiðsögunámi Endurmenntar HÍ og Leiðsöguskólans.
FETAR vinna markvisst að gæða- og öryggismálum.
Kennitala FETAR: 650507-1420.