
Um FETAR
FETAR er hagsmunasamtök fyrirtækja sem starfa við heilsársferðaþjónustu á hálendi og láglendi. Undir hagsmunabaráttu FETAR falla hátt í 100 íslensk fyrirtæki með yfir 200 sérútbúnar bifreiðar á sínum vegum.
Tilgangur FETAR
Tilgangur félagsins er að vinna að framþróun ferðaþjónustu á sérútbúnum bifreiðum í atvinnuskyni og gæta hagsmuna þeirra sem atvinnu hafa af slíkri þjónustu, gagnvart yfirvöldum og öðrum aðilum.
Tilgangi sínum hyggst félagið ná með því að auka samskipti, fagmennsku og þekkingu félagsmanna og annarra á ferðaþjónustu á sérútbúnum bifreiðum í atvinnuskyni, upplýsa aðildarfélaga um mikilvægi náttúruverndar og góðrar umgengni um landið og stuðla að því að leyfis- og öryggismál bifreiða og félagsmanna séu í samræmi við lög og reglur.
Gerast félagi
Ef þú átt og rekur sérútbúna bifreið eða bifreiðar í ferðaþjónustu þá ert þú gjaldgengur.
Síðustu færslur
-
Aðalfundur FETAR 2022
03 May , 2022 -
Aðalfundur FETAR 2021
08 May , 2021 -
Aðalfundur FETAR 2020
27 May , 2020